GJAFABRÉF
BÓKA GISTINGU

HÓTELIÐ

Hótel Grímsborgir er fimm stjörnu hótel með gistingu, veitingar og þjónustu fyrir allt að 240 gesti staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn með fagra fjallasýn allt um kring. Samtals eru 29 heitir pottar ýmist til einkaafnota eða sameiginlegir þar sem hægt er að njóta útsýnis í fallegu umhverfi, verönd eða svalir eru á öllum herbergjum. Einstaklega friðsæll staður, enn samt aðeins 45 mín. akstur frá Reykjavík.

VIÐBURÐIR 2023

Apríl: Hollywood hátíð – Allir eru stjörnur í HOLLYWOOD!

Við kynnum endurkomu HOLLYWOOD skemmtistaðarins í tilefni af 45 ára afmæli skemmtistaðarins sem var sá vinsælasti á árunum 1978-87.

Síðasta sýningin verður haldin 27. maí.

NÁNAR

GISTING

Hótel Grímsborgir tekur 240 manns í gistingu. Fjölbreytt gisting samanstendur af  Superior herbergjum, Junior svítum, svítum, tveggja herbergja íbúðum, og 200 fm lúxus íbúðum. Öll herbergin eru með rúmgóðri verönd eða svölum og aðgangi að einhverjum af 29 heitum pottum á svæðinu.

Nánar

VEITINGASTAÐUR/BAR

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað sem býður upp à la carte matseðil með íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum. Staðurinn tekur um 240 manns í sæti alls. Opið er hjá okkur alla daga og tekið er á móti bókunum í síma 555-7878 eða á info@grimsborgir.is. Hægt er að bóka í bröns allar helgar frá kl 11:30 – 13:30.

Nánar

RÁÐSTEFNUR/FUNDIR

Hér á Hótel Grímsborgum er stór og bjartur fundarsalur sem hægt er að skipta niður í tvo minni sali. Fundakynnin eru búin skjávarpa, tjaldi, hljóðkerfi og netaðgangi. Við útvegum ykkur blöð og penna, sé þess óskað.

Við sérsníðum pakka eftir stærð og þörfum viðskiptavina. Hótel Grímsborgir rúmar yfir 200 manns og því auðvelt að halda ráðstefnur og stóra fundi.

Nánar

GJAFABRÉF

Gjafabréf á Hótel Grímsborgir er tilvalin gjöf fyrir þann sem þú vilt gleðja!  Hér getur þú á einfaldan hátt keypt gjafabréf sem við sendum þér heim að dyrum að kostnaðarlausu. Sendingartími er að jafnaði 3 virkir dagar. Einnig er hægt að fá gjafabréfið sent í tölvupósti eftir óskum.

Gefðu töfrandi gjöf í lúxus sem skapar minningar!

Nánar

AFÞREYING

Hótel Grímsborgir eru í næsta nágrenni við margar af helstu náttúruperlum Íslands og auk þess eru nánast óþrjótandi möguleikar á spennandi afþreyingu innan seilingar.

Nánar