BRÚÐKAUP/VEISLUR

Hótel Grímsborgir er með gistingu fyrir 240 manns, veitingastað og tvo veislusali sem taka allt að 200 manns í sæti sem henta veislum og mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa notalega stemningu.

PANTA HÉR

Hjá okkur hafa verið haldnar ótal veislur, og eins hafa hjónavígslur farið hér fram. Sum brúðhjón nota nálægar náttúruperlur til að skapa athöfninni umgjörð – gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni, t.d. á Þingvöllum eða við Kerið og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegu húsnæði í kjarrivöxnu Grímsnesinu.

Starfsfólk okkar aðstoðar við allan undirbúning s.s. að panta brúðartertu, skreytingar á herbergjum og allt sem til þarf til að gera daginn ógleymanlegan.

Það er vinsælt að gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegum veislusal mitt í kjarrivöxnu Grímsnesinu.

Starfsfólk okkar aðstoðar við allan undirbúning s.s. að panta brúðartertu, skreytingar á herbergjum og allt sem til þarf til að gera daginn ógleymanlegan.

Akstursþjónusta

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan Mercedes Benz Sprinter sem tekur 19 farþega. Við bjóðum upp á akstur fyrir gesti okkar til og frá Grímsborgum, sem og skoðunarferðir. Sérsníðum einnig ferðir að ykkar óskum. Nýta má akstursþjónustuna fyrir t.d. fundarhöld, veislur, til/frá flugvelli eða Landeyjahöfn o.fl.