
SUPERIOR HERBERGI
Superior einstaklings, hjóna eða tveggja manna („twin”) herbergin okkar eru 25 fm með sérbaðherbergi. Útgengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.
SUPERIOR HERBERGI | 8 HERB. HÚS
Superior einstaklings, hjóna eða tveggja manna („twin”) herbergin okkar eru 25 fm með sérbaðherbergi. Útgengt er á einkaverönd. 2 heitir pottar, setustofa og borðstofa eru í hverju 8 herbergja húsi. Henta einstaklega vel fyrir hópa sem geta þá t.d. tekið 8 herbergi og haft setu- og borðstofu og heita potta fyrir hópinn.


JUNIOR SVÍTA
Junior svítan okkar er 40 fm. með sér baðherbergi sem er bæði með sturtu og baðkari. Gengið er út á einkaverönd með aðgangi að heitum pottum. Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo er innifalið í verðinu.
GALLERY SVÍTA
Gallery svítan okkar er glæsileg 40 fm. með sér baðherbergi sem er bæði með sturtu og baðkari. Gengið er út á einkaverönd með prívat heitum potti. Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo er innifalið í verðinu.


SVÍTA
Svíturnar okkar eru 56 fm. með setustofu, sér baðherbergi með sturtu og baðkari og einkaverönd með heitum potti. Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo er innifalið í verðinu.
ÍBÚÐ | 2 SVEFNHERBERGI
Íbúðirnar eru 56 fm og eru með 2 svefnherbergjum. Íbúðirnar eru ýmist með tveimur herbergjum með „Queen size“ hjónarúmi, eða einu „Queen size“ hjónarúmi og í hinu herberginu eru tvö aðskilin rúm.


LÚXUS ÍBÚÐ | 4 SVEFNHERBERGI
Lúxus íbúðirnar okkar eru mjög rúmgóðar (200 fm) fjögurra svefnherbergja glæsihýsi. Í þeim er stórt baðherbergi með bæði sturtu og baðkari, sem og gestasalerni. Setu- og borðstofa með arni, stórt fullbúið eldhús og sjónvarpshorn.
LÚXUS ÍBÚÐ | 5 SVEFNHERBERGI
Fimm herbergja lúxus íbúðirnar okkar eru mjög rúmgóðar (200 fm) fimm svefnherbergja glæsihýsi. Í þeim er stórt baðherbergi með sturtu og baðkari, sem og gestasalerni með sturtu. Setu- og borðstofa með arni, sjónvarpshorn, eitt stórt svefherbergi með 4 rúmum, 3 svefnherbergi með 2 rúmum hvert og eitt lítið herbergi með einu rúmi, svefnpláss fyrir allt að 10 manns.

SUPERIOR HERBERGI | SÉRSTAKT AÐGENGI
Superior hjóna eða tveggja manna („twinˮ) herbergi sem eru sérbúin fyrir gesti með hreyfihömlun eða í hjólastól. Herbergin eru 26 fm að stærð og baðherbergin eru með aðgengilegri sturtu og salerni. Útgengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu.

AKSTURSÞJÓNUSTA
Hótel Grímsborgir er með glæsilegan Mercedes Benz Sprinter sem tekur 19 farþega. Við bjóðum upp á akstur fyrir gesti okkar til og frá Grímsborgum, sem og skoðunarferðir. Sérsníðum einnig ferðir að ykkar óskum. Nýta má akstursþjónustuna fyrir t.d. fundarhöld, veislur, til/frá flugvelli eða Landeyjahöfn o.fl.