SUPERIOR HERBERGI

Superior einstaklings, hjóna eða tveggja manna („twin”) herbergin okkar eru 25 fm með sérbaðherbergi. Útgengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.

SKOÐA HERBERGI

SUPERIOR HERBERGI | 8 HERB. HÚS

Superior einstaklings, hjóna eða tveggja manna („twin”) herbergin okkar eru 25 fm með sérbaðherbergi. Útgengt er á einkaverönd. 2 heitir pottar, setustofa og borðstofa eru í hverju 8 herbergja húsi. Henta einstaklega vel fyrir hópa sem geta þá t.d. tekið 8 herbergi og haft setu- og borðstofu og heita potta fyrir hópinn.

SKOÐA HERBERGI

JUNIOR SVÍTA

Junior svítan okkar er 40 fm. með sér baðherbergi sem er bæði með sturtu og baðkari. Gengið er út á einkaverönd með aðgangi að heitum pottum. Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo er innifalið í verðinu.

SKOÐA HERBERGI

GALLERY SVÍTA

Gallery svítan okkar er glæsileg 40 fm. með sér baðherbergi sem er bæði með sturtu og baðkari. Gengið er út á einkaverönd með prívat heitum potti. Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo er innifalið í verðinu.

SKOÐA HERBERGI

SVÍTA

Svíturnar okkar eru 56 fm. með setustofu, sér baðherbergi með sturtu og baðkari og einkaverönd með heitum potti. Morgunverðarhlaðborð fyrir tvo er innifalið í verðinu.

SKOÐA HERBERGI

ÍBÚÐ | 2 SVEFNHERBERGI

Íbúðirnar eru 56 fm og eru með 2 svefnherbergjum. Íbúðirnar eru ýmist með tveimur herbergjum með „Queen size“ hjónarúmi, eða einu „Queen size“ hjónarúmi og í hinu herberginu eru tvö aðskilin rúm.

SKOÐA HERBERGI

LÚXUS ÍBÚÐ | 4 SVEFNHERBERGI

Lúxus íbúðirnar okkar eru mjög rúmgóðar (200 fm) fjögurra svefnherbergja glæsihýsi. Í þeim er stórt baðherbergi með bæði sturtu og baðkari, sem og gestasalerni. Setu- og borðstofa með arni, stórt fullbúið eldhús og sjónvarpshorn. 

SKOÐA HERBERGI

LÚXUS ÍBÚÐ | 5 SVEFNHERBERGI

Fimm herbergja lúxus íbúðirnar okkar eru mjög rúmgóðar (200 fm) fimm svefnherbergja glæsihýsi. Í þeim er stórt baðherbergi með sturtu og baðkari, sem og gestasalerni með sturtu. Setu- og borðstofa með arni, sjónvarpshorn, eitt stórt svefherbergi með 4 rúmum, 3 svefnherbergi með 2 rúmum hvert og eitt lítið herbergi með einu rúmi, svefnpláss fyrir allt að 10 manns.

SKOÐA HERBERGI

COTTAGE | 4 SVEFNHERBERGI

Cottage (130 fm) er fjögurra svefnherbergja hús á 2 hæðum. Í því er lítið baðherbergi með sturtu. Á efri hæð er tetu- og borðstofa, fullbúið eldhús og svefnherbergi ásamt verönd með grilli og heitum potti. Á neðri hæð er setustofa með sjónvarpi og þrjú svefnherbergi. Húsið er smekklega innréttaðar í sveitastíl með gistirými fyrir allt að 9 manns.

SKOÐA HERBERGI

SUPERIOR HERBERGI | SÉRSTAKT AÐGENGI

Superior hjóna eða tveggja manna („twinˮ) herbergi sem eru sérbúin fyrir gesti með hreyfihömlun eða í hjólastól. Herbergin eru 26 fm að stærð og baðherbergin eru með aðgengilegri sturtu og salerni. Útgengt er á einkaverönd og aðgangur að heitum pottum á sameiginlegu útisvæði fylgir með herberginu.

SKOÐA HERBERGI

GJAFABRÉF!

Vantar þig gjöf fyrir einhvern sem þú vilt gleðja með ógleymanlegum hætti ?
Hótel Grímsborgir er með frábærar samsetningar af gjafabréfum og veglega pakka sem hentar fyrir þitt tilefni!
SKOÐA NÁNAR

VELLÍÐAN

Nudd

NÁNAR

AKSTURSÞJÓNUSTA

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan Mercedes Benz Sprinter sem tekur 19 farþega. Við bjóðum upp á akstur fyrir gesti okkar til og frá Grímsborgum, sem og skoðunarferðir. Sérsníðum einnig ferðir að ykkar óskum. Nýta má akstursþjónustuna fyrir t.d. fundarhöld, veislur, til/frá flugvelli eða Landeyjahöfn o.fl.