HÓTEL GRÍMSBORGIR | 5 STJÖRNU HÓTEL

Hótel Grímsborgir er fyrsta vottaða 5 stjörnu hótelið á Íslandi og býður upp á gistingu, veitingar og þjónustu fyrir allt að 240 gesti. Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 akstur frá Reykjavík.

Hótel Grímsborgir opnaði fyrst sumarið 2009 og hefur vaxið og dafnað síðan. Glæsileg gisting í Superior herbergjum (25fm), Junior svítum (40-55fm), Svítum (56fm), Íbúðum 56-200fm) með verönd eða svölum og heitum pottum. Samtals eru 29 heitir pottar ýmist til einkaafnota eða sameiginlegir, verönd eða svalir á öllum herbergjum og góð gasgrill við stærri húsin. Allar innréttingar eru í sveitastíl með lúxusívafi sem gerir gistinguna huggulega og í samræmi við náttúrulega kjarrivaxið umhverfið. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús, stofa og baðherbergi.

Veitingastaður og bar sem tekur allt að 230 manns í sæti. Rómaðir matreiðslumenn og þaulvant starfsfólk sem sér um veislur og mannfagnaði af öllum toga. Lifandi tónlist, sýningar og uppákomur um helgar og eftir óskum.

Árshátíðir, verðlaunaferðir, kynningar og viðburðir fyrir minni og stærri fyrirtæki, félagasamtök og hópa þar sem hægt er að sameina skemmtilega kvöldstund með mat og drykk og einstakri gistingu á fallegum stað.

Fundar og ráðstefnusalir sem taka allt að 120 manns í sæti. Góður tækjakostur, frábærar veitingar og þjónusta. Hentar einstaklega vel fyrir minni og stærri fundi, ráðstefnur, kynningar, hvataferðir o.fl.

Umhverfisstefna

AF HVERJU HÓTEL GRÍMSBORGIR

LÚXUS ÍBÚÐIRNAR eru 200 fm glæsikynni á einni hæð. Fjögur svefnherbergi, stórt eldhús, borð- og setustofa, arinn,
sjónvarpshorn og stór verönd umhverfis húsið, að sjálfsögðu með grill og heitan pott.

STÚDÍÓ ÍBÚÐIRNAR eru með 2 svefnherbergjum, eldunaraðstöðu og stofu með sjónvarpi. Sumir eru með prívat potti.

SUPERIOR HERBERGIN eru rúmgóð með einkabaði, svölum og aðgangi að heitum pottum.

Við erum með 6 HERBERGI FYRIR FATLAÐA sem eru fullbúin fyrir gestina okkar með sérþarfir.

Hótel Grímsborgir er staðsett í Grímsnesi á Suðurlandi á bökkum Sogsins, vatnsmestu bergvatnsá Íslands. Hótelið er á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi og frá hótelinu er fögur fjallasýn m.a. að Ingólfsfjalli og Búrfelli.

Aðeins 27.8 km / 23 mínútna akstur frá hótelinu.

Smelltu á kortið til að fá aksturslýsingu á Google maps.

The Golden Circle is the most popular tourist sightseeing route in Iceland. Hótel Grímsborgir is situated directly at that route and it is therefore a perfect base to explore all the famous sights along the route.

Gullni hringurinn er vinsælasti rúnturinn hjá ferðamönnnum á Íslandi. Hótel Grímsborgir eru staðsettar á þessarri leið og því á fullkomnum stað fyrir vinsælustu ferðamannastaðina.

Mikið úrval af afþreyingu er í nágrenninu, s.s. golf, kofun, hestaleiga, snjósleðaferðir o.fl. 

Hótelið býður upp á dagsferðirs.s. Gullna hringinn og suðurströnd Íslands.

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan nýjan veitingastað sem býður upp à la carte matseðil með íslenskum og alþjóðlegum gourmet réttum.

Við erum staðsett langt frá borgarljósunum og því er skapast afar fínar aðstæður til að fylgjast með norðurljósunum.

Eigendur Hótel Grímsborga eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir. Þau búa yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum. Þau eru reynslumiklir gestgjafar og eiga veg og vanda að uppbyggingu hótelsins. Þau eru einkar samrýmd hjón og saman leggja þau hug bæði og hjarta í vegferð hótelsins. Ásamt þeim eru í starfsliði hótelsins öflugur hópur fólks sem hefur að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Sömu gestir koma ár eftir ár og njóta þeirra þæginda sem hótelið hefur að bjóða. Hér er unnið að því að hver og einn gestur okkar sé ánægður með þjónustuna allan tímann meðan á dvöl stendur. Ólafur og Kristín eru bæði vel staðkunnug og aðstoða með ánægju gesti okkar við að finna hentuga skipulagningu dagsferða, hvort sem deginum skal varið í útsýnisferð eða útreiðar, golf, sund, veiði eða fjallgöngur. Verið ekki feimin við að koma í móttökuna og spjalla við Ólaf og Kristínu um dagsferðir, áhugaverða staði í nágrenninu eða bara hreinlega sveitalífið – hjónin taka vel á móti ykkur!

Ef eitthvað amar að þá er stutt í heilsugæsluna á Selfossi.

Við erum afar stolt yfir því að hafa atvinnunuddara í okkar þjónustu og fyrsta flokks aðstöðu.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA OKKAR – Umsagnir frá TripAdvisor

From minute 1 they made us feel welcome and personally showed us to our rooms. Over a delicious dinner the staff greeted us and were happy to answer any questions we had about activities and the local area.

Laura J

The experience is definitely unique and charming. Their service is of top quality in every aspect and it always comes with a genuine smile. The rooms are very nice, clean and modern. They are more like condos than hotel rooms with plenty of hot tubs for everyone.

Shant K

SKOÐA FLEIRI UMSAGNIR Á TRIPADVISOR