Umhverfisstefna

Við viljum að okkar starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi umhverfismála og hvetjum þau til að vinna með Hótel Grímsborgum við að gera hótelið að umhverfisvænum vinnustað og gististað.

Okkar markmið eru:

  • Draga úr matarsóun og auka endurvinnslu.
  • Velja náttúruvænar vörur og þjónustu í innkaupum til að minnka kolefnisspor Hótel Grímsborga.
  • Nota lífrænar og umhverfisvænar vörur við þrif eins og hægt er
  • Auka notkun á rafrænum lausnum þar sem hægt er til að minnka pappírsnotkun.
  • Flokka allt rusl og gera mögulegt fyrir starfsfólk og gesti að flokka.
  • Upplýsa gesti um umhverfisstefnu okkar og leggja áherslu á að gestir geti lagt hönd á plóginn.
  • Þjálfa starfsfólk og upplýsa birgja um umhverfismál.