Hjá okkur hafa verið haldnar ótal brúðkaupsveislur, og eins hafa hjónavígslur farið hér fram. Sum brúðhjón nota nálægar náttúruperlur til að skapa athöfninni umgjörð – gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni, t.d. á Þingvöllum eða við Kerið og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegu húsnæði mitt í kjarrivöxnu Grímsnesinu.
Starfsfólk okkar aðstoðar við allan undirbúning s.s. að panta brúðartertu, förðun, skreytingar á herbergjum, veislusal og allt sem til þarf til að gera daginn þinn ógleymanlegan.
Það er vinsælt að gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni, t.d. á Þingvöllum eða við Kerið og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegu húsnæði mitt í kjarrivöxnu Grímsnesinu.
Karamellugljáður Ananas með marens og heimagerðum ís
Creme Brulée
Bláberja Skyr dessert
Brúðkaupsterta Við bjóðum upp á allskyns úrval af brúðkaupstertum
Við viljum aðstoð við að gera daginn stórkostlegann, sendu okkur fyrirspurnarformið
hér fyrir neðan og við verðum í sambandi innan 24 klst.
Þér er líka velkomið að hringja í okkur í síma +354 555 7878.